Símakona?

Mér finnst það eiginlega tímaskekkja að kona sé borgarstjóri. Við höfum ríka hefð fyrir því að karlmenn gegni svona mikilvægum stöðum og það er ekki rétti tíminn að breyta því núna. Það er alkunna hvernig Steinunn Valdís, fyrsti kvenkyns borgarstjórinn, gafst upp á starfinu eftir nokkra mánuði því henni fannst það of erfitt. Ég legg til að þetta verði sett í lög, því ég held að Íslendingar séu nokkuð sammála um að þetta gangi ekki til lengdar.

Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann er ekki læða. Það er reyndar búið að gelda hann en hann lítur samt ennþá á sig sem fress. Enda er sjálfsmyndin það eina sem skiptir máli, ekki hvað aðrir segja.


mbl.is Símadama á borgarstjóralaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki rangt að kalla þetta starf sem hún var að kynna sér "símadömu" eða "símakonustarf"? Starfsmenn þjónustuvers Reykjavíkurborgar eru af báðum kynjum, ég hef hringt þangað og svo sýndist mér ég einnig sjá karlmenn vera að svara í símann á þessum myndum.

Jón Hrafn (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: Böðvar Hlöðversson

Jú, þú hefur lög að mæla, Jón Hrafn. Þetta finnst mér afar gamaldags.

Böðvar Hlöðversson, 17.9.2008 kl. 14:23

3 Smámynd: H G

Hér var kvenborgarstjóri að kynnast störfum símavarða. Konur eru oft kallaðar dömur. Hefði karl verið þarna á ferð væri símadömutitill merki um fordóma gagnvart starfinu og konum.

H G, 17.9.2008 kl. 14:45

4 identicon

Steinunn V. Óskarsdóttir var ekki fyrsti kvenborgarstjórinn. Þú ættir að kynna þér aðeins betur lágmarksatriði í íslenskri stjórnmálasögu. Fyrsta kvenborgarstjórinn var Auðun Auðuns. Borgarstjóri númer tvö var síðan Ingibjörg Sólrún og sú þriðja Steinunn Valdís. Og mér finnst það lýsa miklum fordómum sú fullyrðing þín að það sé "tímaskekkja" að kona sé borgarstjóri.

Helgi T. (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 17:10

5 identicon

Hahaha Helgi T. þú ert snillingur!! Ég hef fylgst með Böðvari í nokkra mánuði og mér finnst það alltaf jafn fyndið þegar einhver eins og Helgi T kommentar á þessa færslurnar hans, öskureiður yfir því að hann sé ekki að skilja hlutina rétt. Við "gáfumenni" eins og Helga T segi ég: Lestu endilega færslunar á þessari síðu, Böðvar er einn besti húmoristi landsins.

Andrés Örn (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 17:39

6 identicon

Böðvar bjáni. Mér finst þú vera mjög ómálefnalegur þegar þú talar um að Steinunn sé fyrsti kvenkyns borgarstjórinn. Það vita það allir sem hafa lesið eitthvað í sögu að það var Auður Auðurs. Og mér finst það mjög ómálefnalegt þegar þú ert að vitna í köttinn þinn í tíma og ótíma, einhvern djöfulsins Hrellir sem kemur því máli ekkert við sem þú ert að tala um í það og það skiptið og veit ákkúrat ekkert í sinn haus frekar en þú. Ég held að þú sért alveg snaruglaður og illa geðveikur fáráðlingur sem ættir að láta það vera að reina að tjá þig um hlutina úr því að þú getur ekki gert það á faglegan hátt helvítis asninn þinn. Þú myndir kanski sjá ljósið ef þú færir í kirkju manndjöfull. Ég bókstaflega þoli ekki karlrembuskrögga eins og þig.

Helga (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 05:57

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

HG, er Símavarða nýja nafnið? Er það ekki kvenkyns líka? Ég vona að símavörðurnar hreyfi sig þó meira en þær sem hróflað hefur verið upp hér og þar í almannaleið.

Villi Asgeirsson, 18.9.2008 kl. 10:16

8 identicon

Andrés Örn: Ekki varstu erfið bráð. ha ha... Ég setti svona Böðvars-öngul á færið og það beit á í fyrsta kasti. Takk fyrir að vera þorskur.

Helgi T. (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 17:00

9 identicon

Sæll "Bødvar"

Eg verd bara ad få ad vera bloggvinur hjå ther, thetta er hrein snilld hvernig thu skrifar!

P.S. Bid ad heilsa Hrelli.

P.P.S. Ekki mundi eg vilja mæta thessari Helgu i myrkri......

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 00:13

10 identicon

Hey, það má ekki hrósa honum of mikið - þá fer hann að skrifa fyrir okkur en ekki frá hjartanu. Ef hann fær það á tilfinninguna að hann hafi öðlast viðurkenningu, þá er þetta búið. Og við förum að leita að næsta Böðvari.

Hver er summan af fjórum og fjórtán?! Andskotans alltaf..Það þarf enginn að reikna dæmi til að komast inn á mína síðu.

Helgi T. (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband