Frábær árangur

Ég á kött, sem heitir Hrellir, og hann er orðinn svolítið gamall og lúinn greyið. Ég held samt að hann hafi arnarsjón því hann þekkir muninn á kattamatardós og t.d. tómötum í dós þegar hann sér mig halda á einni. Ég er því ekki viss um að hann þurfi linsur í bráð, en ég held að hann þurfi heyrnartæki, hann svarar ekki alltaf þegar ég kalla nafn hans.
mbl.is Köttur fær linsur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það fer nú vel á því að minnast á að kettir séu sérstaklega gáfaðar skepnur sem auðveldlega geti þekkt í sundur dósir á útlitinu einu saman. Einnig geta þeir lært að starta tölvum og að skíta í klósett.

Hann er þó að öllum líkindum heyrnarlaus fyrst hann svarar þér ekki, eða þú með eindæmum leiðinlegur maður.

Þorfinnur (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband